Leik Grindavíkur og Þórs frestað
Leik Grindavíkur og Þórs Þorlákshöfn í Domino´s deild karla í körfu sem átti að fara fram í kvöld hefur verið frestað vegna veikinda hjá Þórsurum.
Stór hluti leikmanna Þórs eru óleikhæfir vegna veikinda og samþykkti mótanefnd beiðni Þórs eftir að hafa fengið læknisvottorð sem staðfesti veikindin.
Leikurinn mun fara fram þann 8. október næstkomandi kl. 19:15.