Leik Fjölnis og Keflavíkur slegið á frest
Leik Fjölnis og Keflavíkur sem fara átti fram í Iceland Express deild karla í körfuknattleik milli jóla og nýárs hefur verið frestað til 17. janúar þar sem fram fer viðgerð á gólfinu í Íþróttamiðstöðinni í Dalhúsum.
Leikurinn átti að fara fram annað kvöld en verður eins og áður greinir þann 17. janúar.