Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Leggjum ekki árar í bát
Fimmtudagur 16. ágúst 2007 kl. 09:24

Leggjum ekki árar í bát

Heil umferð í Landsbankadeildinni í kvöld

 

Keflvíkingar verða að láta Bikarmeistaratitilinn í knattspyrnu af hendi þetta árið eftir vonbrigðahrynu gegn Breiðablik. Fyrst misstu Keflvíkingar ÍA fram úr sér eftir 3-0 ósigur gegn Blikum á heimavelli í Landsbankadeildinni og duttu svo út úr bikarnum eftir 3-0 ósigur gegn Blikum í Kópavogi. Breiðablik var þarna að vinna sinn fyrsta sigur gegn Keflavík í 25 ár og um leið urðu titilvonir Keflvíkinga að litlu. Fyrirliðinn Jónas Guðni Sævarsson sagði í samtali við Víkurfréttir að Keflvíkingar væru hvergi nærri búnir að leggja árar í bát og að nú væri markmiðið að vera jákvæðir og hafa gaman af lokaspretti Íslandsmótsins.

 

,,Það hefur viljað loða við Keflavík að upphafið á lokaspretti hvers tímabils sé miður gott hjá liðinu og við dettum niður í okkar leik á þessum tíma. Kristján þjálfari hefur verið að vinna í þessum málum með okkur en hvað liggur að baki þessari niðursveiflu vitum við ekki,” sagði Jónas en benti réttilega á að enn væru 18 stig í pottinum.

 

,,Við höfum ákveðið að vera jákvæðir og hafa gaman af mótinu. Nú tökum við bara leik fyrir leik og það er HK í kvöld. Við vonum að leikur kvöldsins verði sá sem við vinnum sannfærandi, spilum vel og gefi okkur meira sjálfstraust.”

 

Óvíst er hvort Hallgrímur Jónasson og Nicolai Jörgensen geti verið með í kvöld en Hallgrímur er tvíennisbrotinn eftir samskipti sín við leikmenn Midtjylland og þá er Nicolai sömuleiðis laskaður eftir baráttuna við Dani. ,,Vel má vera að ólíklegt sé að við náum titli í sumar en Evrópusæti er inni í myndinni en það veltur líka svolítið á því hvernig þetta fer allt í bikarkeppninni. Það eru góðar líkur á því að við náum aftur Evrópusæti og við vitum hversu gaman það er. Nú er einn þriðji eftir af mótinu og við erum ekki að fara að leggja árar í bát,” sagði Jónas.

 

Leikur HK og Keflavíkur hefst kl. 19:15 á Kópavogsvelli og dugir Keflvíkingum ekkert annað en sigur.

 

Aðrir leikir kvöldsin í Landsbankadeild karla:

 

Víkingur-KR

Valur-Breiðablik

ÍA-Fylkir

FH-Fram

 

[email protected]

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024