Laugarásbíó gaf Þrótturum sundhettur
Iðkendur hjá sunddeild Þróttar Vogum fengu myndarlega gjöf í vikunni þegar Sandra Björk frá Laugarásbíó afhenti Þrótti Vogum sundhettur að gjöf frá Laugarásbíó.
Að sögn Marteins Ægissonar framkvæmdastjóra Þróttar þá hefur verið mikill uppgangur í sundinu hjá félaginu að undanförnu og mun þessi gjöf til iðkenda félagsins stuðla að frekari eflingu deildarinnar. Það eru í kringum 30 börn sem æfa sund hjá félaginu í dag.