Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laufey vann Mílanó mótið
Laufey Ingadóttir með verðlaunagripinn fyrir 1. sæti um helgina.
Þriðjudagur 28. apríl 2015 kl. 08:00

Laufey vann Mílanó mótið

Enn ein rósin í hnappagatið

Hin unga Laufey Ingadóttir gerði sér lítið fyrir og sigraði Mílanó mótinu í feimleikum sem haldið var um helgina en Laufey varð fyrr á þessu ári Íslandsmeistari í 1. þrepi og bikarmeistari með liði Keflavíkur.

Laufey lauk keppni í stúlknaflokki með einkunina 44,168 en Keflavík sendi 4 stúlkur á mótið sem allar stóðu sig með mikilli prýði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hanna María Sigurðardóttir kepti í unglingaflokki og hafnaði í 8. sæti með einkunina 42,000. Alísa Rún Andrésdóttir keppti einnig í unglingaflokki en náði aðeins að ljúka keppni á tveimur áhöldum sökum meiðsla.

Þá keppti Kolbrún Guðfinnsdóttir Newman í kvennaflokki en hún náði ekki að ljúka keppni og keppti á tveimur áhöldum.