Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Lárus tekur við formennskunni af Kristni
Föstudagur 23. nóvember 2007 kl. 11:32

Lárus tekur við formennskunni af Kristni

Kristinn Óskarsson köfuknattleiksdómari baðst í gækvöldi lausnar frá starfi formanns Körfuknattleiksdómarafélags Íslands þar sem hann er önnum kafinn í MBA námi við Háskóla Íslands. Stjórn félagsins ákvað að Lárus Ingi Magnússon yrði formaður.

 

Þá varð Eggert Þór Aðalsteinsson gjaldkeri en Kristinn Óskarsson mun verða ritari félagsins. Lárus er því fjórði formaður félagsins.

 

Þetta haust hefur verið mjög annasamt hjá stjórn KKDÍ, má þar helst nefna ferð dómara á Eurobasket á Spáni, samninga við styrktaraðila, búningakaup og allhliða samning við KKÍ.  Félagið stendur vel og er samhugur í stjórn félagsins og metnaður mikill til góðra verka.

 

Frá þessu er greint á www.kkdi.is

 

VF-Mynd/ [email protected] - Kristinn Óskarsson er hættur formennsku hjá KKDÍ.

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024