Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Langur laugardagur framundan hjá Keflvíkingum
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 24. september 2024 kl. 06:12

Langur laugardagur framundan hjá Keflvíkingum

Það verður heldur betur nóg að gera næstkomandi laugardag í íþróttalífi Keflvíkinga. Bæði verða úrslitaleikir í knattspyrnu og körfuknattleik þennan dag svo það verður mikið annríki hjá stuðningsmönnum Keflavíkur – Sönnum Keflvíkingum.


Dagskráin hefst fyrir klukkan 14:00 (ath. breyttur tími) á Laugardalsvelli þar sem Keflavík og Afturelding mætast í úrslitaleik um sæti í Bestu deild karla í knattspyrnu á næsta ári.

Valur Þór Hákonarson skorar gegn Aftureldingu í sumar en Keflavík vann báðar viðureignir liðanna og Valur skoraði í þeim báðum.

Að loknum úrslitaleiknum í knattspyrnu hefst körfuknattleiksveisla í Blue-höllinni þar sem Keflavík og Þór Akureyri mætast Meistarakeppni kvenna og hefst sá leikur klukkan 16:30.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024
Sara Rún Hinriksdóttir var lykilleikmaður í sannkölluðu meistaraliði Keflavíkur á síðustu leiktíð þegar Keflvíkingar urðu Íslands-, deildar- og bikarmeistarar.

Þegar búið er að útkljá hver er meistari meistaranna hjá konunum tekur við Meistarakeppni karla þar sem Keflavík og Valur eigast við, klukkan 19:15.

Sigurður Pétursson átti frábært tímabil með Keflavík í fyrra og varð bikarmeistari með liðinu eftir sigur á Tindastóli í úrslitaleik í Laugardalshöllinni. Hér er hann að negla niður þristi gegn Stólunum í deildinni í byrjun þessa árs.

Víkurfréttir munu auðvitað taka þátt í gleðinni og flytja fréttir á vf.is af öllum þessum viðburðum jafnóðum og þeir gerast.

Stemmningin þegar Keflavík tryggði sér farmiða í úrslitin á laugardag