Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Langþráður sigur Víðismanna
Guyon Philips skoraði seinna mark Víðismanna úr vítaspyrnu og gulltryggði þeim sigur í kvöld. Mynd úr safni Víkurfrétta.
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
þriðjudaginn 18. ágúst 2020 kl. 20:00

Langþráður sigur Víðismanna

Það er óhætt að segja að Víði hafi ekki gengið sem skildi í 2. deild karla í knattspyrnu í sumar. Þeir hafa átt í talsverðum vandræðum og eru óþægilega nærri fallsæti þegar deildin er um það bil hálfnuð.

Víðismenn tóku á móti KF á Nesfisk-vellinum í kvöld en fyrir leikinn var KF í sjöunda sæti deildarinnar á meðan Víðir sat í því tíunda.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Það voru Víðismenn sem mættu ákveðnir til leiks og voru sterkari aðilinn í kvöld. Þeir náðu þó ekki að opna markareikninginn fyrr en undir lok fyrri hálfleiks þegar Stefan Spasic skoraði mark eftir hornspyrnu og Víðismenn voru 1:0 yfir í hálfleik.

Víðismenn héldu áfram að vera sterkari aðilinn í seinni hálfleik og á 55. mínútu fengu þeir dæmda vítaspyrnu þegar brotið var á Hreggviði Hermannssyni. Það var Guyon Philips sem tók spyrnuna og skoraði örugglega, staðan 2:0 fyrir Víði.

Þeir urðu þó fyrir áfalli skömmu síðar þegar Guðmundur Marínó Jónsson fékk að líta sitt annað gula spjald í leiknum og Víðismenn því manni færri það sem eftir lifði leiks. Víðir hélt þó áfram að vera sterkari aðilinn, þótt þeir væru einum færri, og lönduðu langþráðum sigri sem lyftir þeim aðeins frá fallsæti.

Leikurinn í kvöld var vel leikinn af Víðismönnum og sýnir að meira býr í liðinu en stigataflan sýnir. Vonandi verður áframhald á þessari spilamennsku þeirra.