Langþráður sigur Njarðvíkinga
Komnir í undanúrslit eftir sigur á Haukum
Njarðvíkingar eru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitum í Domino's deild karla í körfubolta karla í fyrsta sinn síðan árið 2010, eftir nauman sigur á Haukum á heimavelli í kvöld, 81-77.
Haukar áttu frumkvæðið í leikum og náðu upp góðu forskoti í upphafi. Gestirnir skoruðu 31 stig á meðan Njarðvíkingar skoruðu aðeins 18 í fyrsta leikhluta. Eitthvað löguðu þeir grænu stöðuna fyrir hálfleik en engu að síður leiddu gestirnir frá Hafnarfirði 37- 43 í hálfleik. Leikurinn var frekar jafn og spennandi í seinni hálfleik en Njarðvíkingar sigu framúr og lönduðu langþráðum sigri.
Njarðvík: Logi Gunnarsson 20/5 fráköst/5 stoðsendingar, Elvar Már Friðriksson 19/8 fráköst/5 stoðsendingar/5 stolnir, Maciej Stanislav Baginski 13, Ágúst Orrason 11, Tracy Smith Jr. 9/13 fráköst, Ólafur Helgi Jónsson 5/4 fráköst/4 varin skot, Hjörtur Hrafn Einarsson 4, Ragnar Helgi Friðriksson 0, Óli Ragnar Alexandersson 0, Magnús Már Traustason 0, Brynjar Þór Guðnason 0.
Haukar: Terrence Watson 33/11 fráköst/3 varin skot, Emil Barja 13/5 fráköst/6 stoðsendingar, Sigurður Þór Einarsson 13, Haukur Óskarsson 6/4 fráköst, Helgi Björn Einarsson 6, Kristinn Marinósson 4/5 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 2/4 fráköst, Kári Jónsson 0, Steinar Aronsson 0, Davíð Páll Hermannsson 0, Alex Óli Ívarsson 0, Þorsteinn Finnbogason 0.