Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Langþráður sigur Keflvíkinga á heimavelli
Frans Elvarsson kemur Keflvíkingum yfir í leiknum. Glæsilegt mark
Miðvikudagur 7. ágúst 2013 kl. 21:37

Langþráður sigur Keflvíkinga á heimavelli

Unnu Víkinga í sannkölluðum sex stiga leik

Keflvíkingar náðu loks að landa langþráðum sigri á heimavelli sínum í Pepsi-deildinni í knattspyrnu eftir að hafa ekki sigrað á Nettóvellinum síðan 5-0 sigur vannst á Fram í september í fyrra.

Að þessu sinni höfðu Keflvíkingar 2-0 sigur gegn Víkingum Ó. þar sem bæði mörkin komu í síðari hálfleik. Fyrra markið skoraði varamaðurinn Frans Elvarsson skömmu eftir að hann hafði leyst Einar Orra Einarsson af hólmi á miðjunni. Seinna mark leiksins skoraði svo Magnús Sverrir Þorsteinsson eftir undirbúning Harðar Sveinssonar. Á milli markana fékk Jóhann B. Guðmundsson að líta rauða spjaldið en hann fékk tvö gul spjöld í leiknum fyrir peysutog.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keflvíkingar voru mun betri aðilinn í leiknum og náðu að skapa sér töluvert af færum. Sjá mátti á leik þeirra að grimmdin var til staðar í þessum mikilvæga leik. Nú hafa Keflvíkingar 10 stig líkt og Víkingar en markatala Ólsara er hagstæðari. Keflvíkingar eiga leik til góða á liðin fyrir ofan en bæði Þór og Fylkir hafa 13 stig. Fylkismenn eru svo næstu andstæðingar Keflvíkinga.

Magnús skorar annað markið...

...rftir að Hörður hafði rennt knettinum á hann.

Jóhann B. Guðmundsson fékk reisupassann. Þá mátti sjá áhyggjusvip á mörgum stuðningsmönnum Keflvíkinga.

Frans Elvarsson þurfti að hafa fyrir því að skora fyrra mark leiksins. Hann fékk boltann frá Herði Sveinssyni frá hægri kantinum og negldi hann í vinstra hornið.

Arnór Ingvi var góður í kvöld og völdu stuðningsmenn hann mann leiksins. Hér á hann hörkuskot sem markvörður Víkinga átti í basli með.