Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Langþráður sigur hjá Keflavík
Elín Helena Karlsdóttir (hér í leik gegn ÍBV) skoraði eina mark leiksins. Mynd úr safni Víkurfrétta
Jóhann Páll Kristbjörnsson
Jóhann Páll Kristbjörnsson skrifar
miðvikudaginn 15. júní 2022 kl. 09:55

Langþráður sigur hjá Keflavík

Keflvíkingar unnu langþráðan sigur í Bestu deild kvenna í knattspyrnu í gær þegar þær höfðu betur í hörkuleik gegn Stjörnunni. Elín Helena Karlsdóttir skoraði eina mark leiksins í upphafi seinni hálfleiks og lokatölur 1:0. Þetta er fyrsti sigur Keflvíkinga síðan í annarri umferð en Keflavík byrjaði mótið með tveimur sigrum, á KR og Breiðabliki.

Keflvíkingar sýndu góðan leik í gær, sérstaklega var varnarleikurinn til fyrirmyndar og markvörðurinn Samantha Leshnak Murphy stóð fyrir sínu og varði allt sem kom á markið.

Stjarnan sótti stíft í leiknum en vörn og markvarsla Keflvíkinga sá til þess að Stjörnukonur gátu ekki nýtt færin sín.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í byrjun síðari hálfleiks sótti Dröfn Einarsdóttir hornspyrnu, Keflavík tók spyrnuna og boltinn féll vel fyrir Elínu sem skoraði af stuttu færi (47').

Með sigrinum er Keflavík komið í sjöunda sæti Bestu deildarinnar nú þegar mótið er hálfnað, fór upp fyrir Þór/KA sem gerði jafntefli við KR. Keflavík mætir KR heima í næstu umferð og verður leikið á sunnudag