Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Langþráður sigur hjá Grindavík
Mánudagur 20. júní 2011 kl. 09:11

Langþráður sigur hjá Grindavík

Grindavíkurstelpur tryggðu sér í gærkvöldi sæti í 8 liða úrslitum Valitor-bikarsins með því að skella Fjölni í Gravarvogi 5-0. Óhætt er að segja að Grindavík hafi haft algjöra yfirburði í leiknum því liðið misnotaði fjölda marktækifæra auk þess að skora mörkin 5. Shaneka Gordon skoraði þrennu fyrir Grindavík og þær Saga Kjærbeck Finnbogadóttir og Dernelle L. Marscall sitt markið hvor.

Þetta var fyrsti sigur Grindvíkinga í sumar en liðið er á botni Pepsi-deildar kvenna án stiga.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024