Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Langþráður sigur Grindvíkinga
Fimmtudagur 9. mars 2017 kl. 09:19

Langþráður sigur Grindvíkinga

Lögðu Njarðvíkinga í spennandi leik - þrír mánuðir frá síðasta sigri

Grindvíkingar lönduðu sínum fyrsta sigri í þrjá mánuði þegar þær lögðu Njarðvíkinga 73:72 í æsispennandi en sveiflukenndum leik. Loksins fékk Angela Rodriguez að leika með liðinu en hún var stigahæst með 21 stig auk þess að gefa átta stoðsendingar.

Grindvíkingar náðu fimm stiga forskoti í fyrsta leikhluta og juku það í 16 stig áður en flautað var til hálfleiks. Njarðvíkingar sneru leiknum sér í vil með 22-7 áhlaupi í þriðja leikhluta. Lokaleikhlutinn var svo æsilegur þar sem Grindvíkingar náðu í langþráðan sigur, þann fyrsta síðan 3. desember.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Stórleikur Carmen hjá Njarðvík dugði ekki til en hún skoraði 46 stig og tók 20 fráköst.

Grindavík: Angela Marie Rodriguez 21/5 fráköst/8 stoðsendingar, María Ben Erlingsdóttir 19/12 fráköst/5 stoðsendingar, Hrund Skúladóttir 12, Petrúnella Skúladóttir 11/4 fráköst, Íris Sverrisdóttir 4, Ólöf Rún Óladóttir 3, Ingunn Embla Kristínardóttir 3, Angela Björg Steingrímsdóttir 0, Arna Sif Elíasdóttir 0, Vigdís María Þórhallsdóttir 0, Elísabet María Magnúsdóttir 0, Unnur Guðrún Þórarinsdóttir 0.

Njarðvík: Carmen Tyson-Thomas 46/20 fráköst/6 stoðsendingar, Björk Gunnarsdótir 9, Linda Þórdís Barðdal Róbertsdóttir 8/14 fráköst/3 varin skot, Ína María Einarsdóttir 4, Karen Dögg Vilhjálmsdóttir 3, María Jónsdóttir 2, Hulda Bergsteinsdóttir 0, Erna Freydís Traustadóttir 0, Heiða Björg Valdimarsdóttir 0/5 fráköst, Soffía Rún Skúladóttir 0, Júlia Scheving Steindórsdóttir 0/4 fráköst, Svala Sigurðadóttir 0.