Langar Njarðvík ekki upp í 1. deild?
Ætla má að Njarðvíkingar hafi ekki mætt til síðari hálfleiks í viðureign sinni við Dalvík/Reyni í 2. deild karla á Íslandsmótinu í knattspyrnu en liðin léku á Njarðvíkurvelli í dag. Spurningin er hvort liðinu langi ekki í 1. deild að ári?
Eftir fyrri hálfleik, þar sem jafnræði var með liðunum og liðin skildu jöfn, 1-1, í hálfleik, þá var eitthvað allt annað lið sem mætti til leiks fyrir Njarðvík í síðari hálfleik. Gestirnir röðuðu inn mörkum og lokastaðan var 1-5 fyrir grestina úr Eyjafirði.
Dalvík/Reynir trónir á toppi 2. deildar með 32 stig eftir leik dagsins en Njarðvíkingar eru í 5. sæti með 29 stig. Toppbaráttan í 2. deildinni er mjög hörð og því þurfa Njarðvíkingar á öllum sínum stigum að halda. Þeir hafa gott markahlutfall og vantar aðeins 3 stig til að eiga toppsætið og því er leikur eins og í dag hjá Njarðvíkingum óásættanlegur.
Staðan í deildinni
Myndirnar eru úr leik Njarvíkur og Dalvíkur/Reynis í dag. VF-myndir: Hilmar Bragi Bárðarson