Landsliðsmenn og leikskólabörn kepptu í taekwondo
Myndasafn frá Keflavík open
Helgin var viðburðarrík hjá taekwondodeild Keflavíkur. Deildin stóð þá fyrir mótinu Keflavík open á heimavelli sínum. Keppt var í þremur greinum, þrautabraut, tækni og bardaga. Mótið var opið öllum og voru keppendur allt frá landsliðsmönnum, leikskólakrökkum og foreldrum sem höfðu jafnvel enga reynslu í íþróttinni. Mótið þótti heppnast vel í alla staði og gaman að sjá hversu margir komu að taka þátt og hjálpa til við mótið. Samhliða mótinu voru æfingabúðir sem voru vel sóttar ásamt því að það var haldið svartbeltispróf fyrir þrjá iðkendur deildarinnar.
Jónas Guðjón Óskarsson og Eyþór Jónsson stóðust próf fyrir unglingasvartbeltisgráðu og Daníel Arnar Ragnarsson stóðs próf fyrir 2. gráðu unglingasvartbelti. Allir hafa þeir æft hjá deildinni til fjölda ára og eru hluti af unglingalandsliðum Íslands.
Hér að neðan má sjá myndasafn frá mótinu þar sem keppendur á öllum aldri mættu til leiks.
Í næstu viku (30. maí) hefst sumardagskráin hjá deildinni en þá eru fjöldi námskeiða og æfinga. Nánari upplýsingar um það eru á keflavik.is/taekwondo