Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Landsliðskonur með stelpubúðir í Ljónagryfjunni um næstu helgi
Mánudagur 15. júní 2009 kl. 13:36

Landsliðskonur með stelpubúðir í Ljónagryfjunni um næstu helgi

Landsliðskonurnar Helena Sverrisdóttir og María Ben Erlingsdóttir munu í sumar standa fyrir æfingabúðum fyrir ungar körfuknattleiksstelpur. Um síðustu helgi fór fyrra námskeiðið fram þar sem 12-16 ára komu saman að Ásvöllum en nú um næstu helgi, 20. - 21. júní, er komið að 8-11 ára og fara þær fram í Íþróttahúsinu í Njarðvík, Ljónagryfjunni.

Þetta er annað árið í röð sem þessar valinkunnu afrekskonur, sem leika báðar með bandarískum háskólum, standa fyrir þessum búðum og er sannarlega um frábært tækifæri að ræða fyrir áhugasamar stúlkur. Þátttökugjald er 8.500 krónur, en innifalið í því er matur, sund og gisting í eina nótt og auðvitað nóg af körfubolta, auk þess sem allir þátttakendur fá bol merktan búðunum.

Skráning fer fram á [email protected]. Nánari upplýsingar fást hjá Helenu í síma 661-2331.

Mynd: María og Helena í eldlínunni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024