Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Föstudagur 13. ágúst 1999 kl. 11:59

LANDSLIÐSKONA ÞJÁLFAR Í FRJÁLSUM Í KEFLAVÍK

Árlegt frjálsíþróttanámskeið barnastúkunnar í Keflavík verður haldið í ágúst og hefst 16. ágúst á íþróttavellinum í Keflavík kl.15 og stendur í hálfan mánuð. Aðalþjálfari verður Silja Úlfarsdótt,landsliðskona og spretthlaupari úr FH. Þátttökugjald verður 1000 kr. Þetta er í þriðja sinn sem barnastúkan stendur fyrir frjálsíþróttanámskeiði fyrir aldrurshópinn 7-16 ára. Upplýsingar gefur og þátttaka tilkynnist Hilmari Jónssyni,Hátúni 27, í síma 421-1669.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024