Landsliðskona fyrst til að útskrifast úr alþjóðlegu einkaþjálfaranámi Keilis

Dagný Brynjarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu, er fyrsti nemandinn til að útskrifast sem NPTC (Nordic Personal Trainer Certificate) einkaþjálfari á vegum Íþróttaakademíu Keilis. Námið er á ensku og fer að öllu leyti fram í fjarnámi. Það hentar þannig bæði á erlendum markaði sem og þeim sem vilja stunda einkaþjálfaranám samhliða vinnu. Þetta kemur fram á heimasíðu Keilis.

Einkaþjálfaranám Keilis er viðurkennt af menntamálaráðuneytinu sem starfnám á þriðja hæfniþrepi og í heildina er námið 180 feiningar en 80 feiningar sérgreinar einkaþjálfaranámsins eru kenndar við Keili á tveimur önnum.

Hægt er að byrja í NPTC náminu sex sinnum á ári og tekur það 6-9 mánuði allt eftir hraða nemandans. Hver áfangi tekur sjö vikur og hefur nemandinn aðgang að öllum kennslumyndböndum í þann tíma. Það hentar vel í verklegri kennslu þar sem nemandinn hefur tækifræi til að fara mun dýpra í námsefni áfanganna í samanburði við staðnám, þar sem tíminn takmarkast við staðlotur.