Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Miðvikudagur 28. apríl 2004 kl. 18:01

Landsliðshóparnir í körfuknattleik kynntir

Sigurður Ingimundason, landsliðsþjálfari kynnti í dag val sitt á 26 manna æfingahóp sem sem hann mun nota í landsleikjum sumarsins, en mikið verður um að vera á þeim vettvangi í sumar. Suðurnesjamenn eru áberandi í hópnum sem fyrr og eru nú fimm Njarðvíkingar og sjö Keflvíkingar.

Þeir sem urðu fyrir valinu voru Njarðvíkingarnir Friðrik Stefánsson,Brenton Birmingham, Páll Kristjánsson, Egill Jónasson og Ólafur Aron Ingvarsson, Keflvíkingarnir Gunnar Einarsson, Fannar Ólafsson, Sverrir Þór Sverrisson, Magnús Þór Gunnarsson, Jón N. Hafsteinsson, Arnar Freyr Jónsson og Halldór Halldórsson, Sævar Haraldsson úr Haukum, Eiríkur Önundarson og Ómar Örn Sævarsson úr ÍR, Skarphéðinn Ingason, KR, Hlynur Bæringsson og Sigurður Þorvaldsson, Snæfelli, Lárus Jónsson úr Hamri og Pálmi Sigurgeirsson úr Breiðablik.

Sigurður valdi einnig nokkra leikmenn sem leika erlendis með atvinnuliðum eða háskólaliðum. Þeir eru Jón Arnór Stefánsson, Dallas, Helgi Magnússon, Catawba, Jakob Sigurðarson, Birmingham, Damon Johnson, Murcia og Logi Gunnarsson, Gissen.

Liðið mun leika 11 æfingaleiki áður en þeir halda í leikina þrjá í Evrópukeppninni í september.

Þá kynnti Ívar Ásgrímsson, lansdliðsþjálfari kvenna, 16 manna hópinn sem hann hyggst nota í leikjum sumarsins, en þar eru Suðurnesjastúlkur að sjálfsögðu í meirihluta

Þær eru: Alda Leif Jónsdóttir, Lovísa Guðmundsdóttir og Signý Hermannsdóttir úr ÍS, Anna María Sveinsdóttir, Birna Valgarðsdóttir, Erla Reynisdóttir, Erla Þorsteinsdóttir, Rannveig  Randversdóttir, Marín Karlsdóttir og Svava Stefánsdóttir úr Keflavík, Sólveig Guðmundsdóttir, Petrúnella Skúladóttir og Ólöf Helga Pálsdóttir frá Grindavík, Pálína Gunnlaugsdóttir úr Haukum, Kristrún Sigurjónsdóttir, ÍR og Hildur Sigurðardóttir, KR.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024