Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Landslið í hópfimleikum og verðlaun í áhaldafimleikum
Emma Jónsdóttir.
Föstudagur 10. júlí 2020 kl. 10:03

Landslið í hópfimleikum og verðlaun í áhaldafimleikum

Það er mikið um hæfileikaríka iðkendur í Fimleikadeild Keflavíkur. Iðkendur hafa unnið til margskonar verðlauna á árinu 2019-2020 og erum við meðal annars komin með stúlku, Emmu Jónsdóttur, í landsliðshóp hópfimleika, blandað lið unglinga. Þau munu æfa saman í vetur og verður svo endanlega valið í landsliðið til þess að taka þátt fyrir hönd Íslands á Evrópumótinu í hópfimleikum 2021 sem fram fer í Kaupmannahöfn dagana 14. – 17. apríl á næsta ári, segir í frétt frá Fimleikadeild Keflavíkur.

Nú er Iceland Classic 2020 ný yfirstaðið og unnu okkar iðkendur til verðlauna fyrir:

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

2. þrep, stökk Hulda María Agnarsdóttir 2. sæti, tvíslá Hulda María Agnarsdóttir 1. sæti og Alísa Myrra Bjarnadóttir 3. sæti.

3. þrep, stökk Rakel Júlía Birgisdóttir 1. sæti og Bergdís Brá Margeirsdóttir 3. sæti.

3. þrep eldri, stökk Íris Björk Davíðsdóttir 1. sæti, tvíslá Íris Björk Davíðsdóttir 2. sæti, jafnvægisslá Jóhanna Ýr Óladóttir 1. sæti, gólf Ragnheiður Júlía Rafnsdóttir 3. sæti.

4. þrep yngri, stökk Indía Marý Bjarnadóttir 2. sæti, tvíslá Margrét Viktoría Harðardóttir 1. sæti og Indía Marý Bjarnadóttir 2. sæti, jafnvægisslá Indía Marý Bjarnadóttir 1. sæti, gólf Indía Marý Bjarnadóttir 1. sæti.

4. þrep eldri, gólf Freyja Kristín Markúsdóttir 2. sæti.

4. þrep létt eldri, stökk Elísabet Kristín Ásbjörnsdóttir 2. sæti og Thelma Nótt Hjaltadóttir 3. sæti, jafnvægisslá Elísabet Kristín  Ásbjörnsdóttir 1. sæti, gólf Elísabet Kristín Ásbjörnsdóttir 2. sæti.

Þeir sem hafa náð þrepi á árinu eru:

1. þrep, Helen María Margeirsdóttir og Klara Lind Þórarinsdóttir

2. þrep, Heiðar Geir Hallsson og Hulda María Agnarsdóttir

3. þrep, Jóhanna Ýr Óladóttir

4. þrep, Agla María Gunnarsdóttir, Indía Marý Bjarnadóttir, Leonard Ben Evertsson, Margrét Viktoría Harðardóttir, Sigurlaug Eva Jónasdóttir

Á innanfélagsmóti hópfimleikana voru eftirfarandi viðurkenningar veittar:

H2 Besta ástundun: Margrét Karitas Óskarsdóttir, Mestu framfarir: Lovísa Ósk Ólafsdóttir Besti liðsfélaginn: Emma Jónsdóttir

H3 Besta ástundun: Dagný Björk Óladóttir, Mestu framfarir: Júlía Dögg Ragnarsdóttir, Besti liðsfélaginn: Thelma Sigrún Thorarensen

H4 Besta ástundun: Kamilla Nótt Bergsveinsdóttir, Mestu framfarir: Hafdís Inga Sveinsdóttir, Besti liðsfélaginn: Arna Dís Emilsdóttir

Einnig voru yngri hópar með foreldrasýningu í júní þar sem allir fengu viðurkenningu fyrir þátttöku.

Að lokum er vel hægt að segja að okkar iðkendur hafa staðið sig með sóma í ár þrátt fyrir kórónuveiru lokanir. Innilega til hamingju öll, segir að endingu í tilkynningu fimleikadeildarinnar.