Landsleikir í körfubolta á döfinni
Leikið í Keflavík á morgun
Í dag leika A-landslið og U22-ára landslið karla, Íslands og Danmerkur, sitthvorn landsleikinn. Leikið verður í Ásgarði, Garðabæ. U22-ára liðin mætast kl. 17.00 og A-landsliðin kl. 19.15. Aðganseyrir er 1.500 kr. fyrir báða leikina fyrir 16 ára og eldri. Að vanda eru nokkrir Suðurnesjamenn í hópnum hjá U-22 liðinu sem Njarðvíkingurinn Einar Árni Jóhannssoon stýrir. Hópinn má sjá hér að neðan. Í A-landsliðinu
Á morgun, föstudag leika svo A-landsliðin í Keflavík á kl.19.15. U22-ára liðin leika kl. 12.30 í Ásgarði á Laugardaginn. Á A-landsliðsleikinn, á morgun föstudag, kostar 1.500 kr. en aðgangur verður ókeypis á laugardeginum.
	U22-ára lið Íslands:
	4 Tómas Heiðar Tómasson - Þór Þorlákshöfn
	5 Björgvin Hafþór Ríkharðsson - Fjölnir
	6 Valur Orri Valsson - Keflavík
	7 Ágúst Orrason - Njarðvík
	8 Þorgrímur Kári Emilsson - ÍR
	9 Haukur Óskarsson - Haukar
	10 Elvar Már Friðriksson - Njarðvík
	11 Snorri Hrafnkelsson - Njarðvík
	12 Kristófer Acox - KR / Furman College (USA)
	13 Maciej Baginski - Njarðvík
	14 Stefán Karel Torfason - Snæfell
	15 Martin Hermannsson - KR
	Þjálfari: Einar Árni Jóhannsson
	Aðstoðarþjálfari: Pálmi Þór Sævarsson


 
	
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						


 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				