Landsleikir á Suðurnesjum
U-17 ára landslið karla í knattspyrnu hóf núna kl. 16:00 leik í undankeppni Evrópumóts landsliða, en fyrsti leikur liðsins fer fram á Grindavíkurvelli gegn Kasakhstan.
Íslenska liðið æfði á vellinum í gær við ágætar aðstæður.
Á sunnudag mætir íslenska liðið svo Danmörku á Nettóvellinum í Reykjanesbæ.
Þá stendur nú yfir leikur Danmerkur og Grikklands á Nettóvellinum í Reykjanesbæ en sá leikur hófst kl. 16.