Landsbyggðin hafði betur eftir framlengingu
Landsbyggðin fór með sigur af hólmi, 109-106 eftir framlengingu í stjörnuleik kvenna í körfubolta sem fram fór í gær. Njarðvíkingurinn Lele Hardy var valin maður leiksins en hún var með þrennu 20 stig, 10 stoðsendingar og 18 fráköst. Leikurinn fór fram í Keflavík en Suðurnesjakonur léku allar með liði landsbyggðarinnar.
Grindvíkingurinn Crystal Smith varð þriggja-stiga meistari en hún nældi sér í 12 stig í úrslitum á meðan næsti keppandi var með 10.

Skyttan Crystal Smith frá Grindavík ásamt Hennesi Jónssyni formanni KKÍ.

Brugðið á leik. Njarðvíkingurinn Lele Hardy og Keflvíkingurinn Sara Rún Hinriksdóttir.

Njarðvíkingurinn Jón Júlíus Árnason var dómari í leiknum.

Jessica Jenkins reynir þriggja stiga skot.

Yngri kynslóðin reyndi líka fyrir sér.

VF-Myndir Páll Orri Pálsson.






