Íþróttir

Landsbankinn áfram aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar Keflavíkur
Á myndinni, sem tekin var við undirskrift samningsins, eru ásamt þeim Einari og Sævari hinir stórefnilegu unglingalandsliðsmenn Katla Rún Garðarsdóttir, Birna Valgerður Benónýsdóttir, Arnór Sveinsson og Stefan Alexander Ljubicic.
Miðvikudagur 1. apríl 2015 kl. 20:00

Landsbankinn áfram aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildar Keflavíkur

Farsælt samstarf körfuknattleiksdeildar Keflavíkur og Landsbankans í Reykjanesbæ í yfir 20 ár hefur nýlega verið endurnýjað. Í samstarfssamningnum felst að Landsbankinn verður aðalstyrktaraðili körfuknattleiksdeildarinnar næstu tvö keppnistímabil.

Það voru Einar Hannesson, útibússtjóri Landsbankans í Reykjanesbæ, og Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknatttleiksdeildar Keflavíkur sem undirrituðu samninginn á leik Keflavíkur og Hauka í úrslitakeppni karla.

„Landsbankinn er mjög stoltur bakhjarl karla- og kvennaliðs körfuknattleiksdeildarinnar en bæði liðin hafa verið í eldlínunni undanfarin ár. Að sama skapi tekur samningurinn til barna- og unglingastarfs deildarinnar en það hefur verið stefna útibúsins að styrkja vel við heilbrigt og öflugt uppbyggingarstarf íþróttafélaga á Suðurnesjum,“ segir Einar Hannesson útibússtjóri Landsbankans.

Bílakjarninn sumardekk 2024
Bílakjarninn sumardekk 2024

„Við erum afar þakklát fyrir stuðning Landsbankans í gegnum árin. Það er gífurlega mikilvægt fyrir körfuknattleiksdeildina að hafa traustan fjárhagslegan bakhjarl. Með stuðningi sínum gerir bankinn íþróttafólki okkar kleift að leggja stund á íþrótt sína af kappi. Úrslitakeppni meistaraflokkanna er nú í hámæli og hvetjum við félagsmenn okkar og stuðningsmenn til að mæta á völlinn næstu daga og vikur,” segir Sævar Sævarsson, varaformaður körfuknattleiksdeildar Keflavíkur.