Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Landsbankamót ÍRB í fullum gangi
Sunnudagur 15. maí 2011 kl. 16:03

Landsbankamót ÍRB í fullum gangi


Nú eru fjórir hlutar búnir á Landsbankamótinu og hafa sundmennirnir verið að standa sig mjög vel.

Sundmenn 13 ára og eldri hafa nú lokið keppni. Við lok mótshlutans voru veittir farandbikarar fyrir stigahæstu 200m sundið.

Telpur 13-14 ára: Rebekka Jaferian 582 stig fyrir 200 skriðsund.?Drengir 13-14 ára: Þröstur Bjarnason 405 stig fyrir 200 skriðsund.??Konur 15 ára og eldri: Eygló Ósk Gústafsdóttir 622 stig fyrir 200 fjórsund.?Karlar 15 ára og eldri: Davíð Hildiberg Aðalsteinsson 621 stig fyrir 200 skriðsund.

Mótið heldur áfram í dag og nú eru 12 ára og yngri að synda síðasta hlutann og mikill fjöldi er að fylgjast með áhugasömum sundmönnum.

Í kvöld er svo hátíðarkvöldverður og uppskeruhátíð ÍRB og minnum við alla á að húsið opnar kl. 19:00 og dagskrá hefst 19:15.



Meðfylgjandi eru myndir af stigahæstu sundmönnunum ásamt Einari Hannessyni útibússtjóri Landsbankans,  helsta styrktaraðila mótsins.


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024