Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Sunnudagur 16. maí 2004 kl. 12:10

Landsbankadeildin komin af stað!

Klukkan 14.00 verður flautað til leiks í fyrstu leikjum Suðurnesjaliðanna Grindavíkur og Keflavíkur í Landsbankadeildinni í knattspyrnu.

Grindavík hefur leik á heimavelli gegn ÍBV, en liðunum var ekki spáð sérlega góðu gengi í könnnunum síðustu daga og vikna. Á síðustu 9 árum hafa leikir liðanna á Grindavíkurvelli farið þannig að heimamenn hafa haft sigur í 6 þeirra, en Eyjamenn í 3.

Keflvíkingar sækja KA heim á Akureyri í dag. Liðin hafa einungis mæst einu sinni á Akureyrarvelli á síðustu árum og var það árið 2002 þegar KA vann stórsigur 4-1.

Þessir leikir gefa vonandi fyrirheit um spennandi og skemmtilegt fótboltasumar.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024