Landsbankadeild kvenna: Keflavík tapaði stórt
Lið Keflavíkur í Landsbankadeild kvenna spilaði við Val í kvöld á Ogvodafone vellinum. Leikurinn fór 0-9 fyrir Val.
Stúlkurnarí Keflavík eru enn í 8 sæti þar sem bæði HK/Víkingur og Fjölnir eru ekki búin að spila sína leiki í 14. umferð deildarinnar.
Í versta falli getur Keflavík setið í neðsta sæti þegar umferðinni lýkur annað kvöld.
Næsti leikur Keflvíkinga er mánudaginn 18.ágúst gegn HK/Víking á Sparisjóðsvellinum og hefst hann kl.19:15.