Lackey leiðir Njarðvíkinga til sigurs
Keflvíkingar munu ekki verja bikarmeistaratitil sinn í Körfuknattleik eftir tap gegn erkifjendunum úr Njarðvík í Sláturhúsinu í kvöld.
Lokatölur voru 85-88 fyrir Njarðvík eftir æsispennandi lokafjórðung.
Leikurinn var afar jafn til að byrja með en Anthony Lackey kom inn með látum og skoraði heil 17 stig í leikhlutanum, þar af fjórar 3ja stiga körfur, og sá til þess að þeir héldu naumu forskoti. Egill Jónasson jók muninn í 25-31 undir lok leikhlutans sem var hraður og skemmtilegur á að horfa.
Liðunum gekk illa að finna körfuna utan af velli í upphafi annars leikhluta en skiptust á að setja vítaskot þar til Elentínus Margeirsson minnkaði muninn í tvö stig, 30-32 þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar.
Um svipað leyti fékk Friðrik Stefánsson sína 3. villu og varð að sitja lengst af á bekknum það sem eftir lifði leiks.
Anthony Glover nýtti sér fjarveru Friðriks undir körfunni og hélt sínum mönnum innan seilingar en munurinn í leikhlutanum var lengst af um tvö eða þrjú stig. Jón Norðdal minnkaði muninn í eitt stig undir lokin en Brenton Birmingham setti tvö víti áður en flautað var til hálfleiks, staðan 48-51.
Glover og Nick Bradford höfðu dregið vagninn fyrir Keflvíkinga í fyrri hálfleiknum, en aðrir lykilmenn voru langt frá sínu besta, sérstaklega í sókninni.
Það virtist þó ætla að breytast í upphafi seinni hálfleiks þegar heimamenn skoruðu fyrstu 8 stigin þar sem Sverrir Þór Sverrisson átti góða innkomu og skoraði 4 stig og var sterkur í vörninni.
Keflavík hafði náð 5 stiga forskoti þegar Lackey reif sína menn aftur upp og jafnaði leikinn með enn einni þriggja stiga körfunni og annarri utan af velli. Við það var sem allur vindur væri úr Keflvíkingum í sókninni og Njarðvíkingar sigldu framúr þrátt fyrir að Friðrik fengi sína fjórðu villu á þeim tíma.
Munurinn var kominn upp í 10 stig, 60-70, þegar heimamenn ranka loks við sér og skora sjö stig á síðustu 2 mínútum leikhlutans án þess að Njarðvíkingar nái að svara.
Glover minnkaði muninn niður í 1 stig, 69-70, með fyrstu körfu lokafjórðungsins og Jón Norðdal Bætti um betur þegar hann kom sínum mönnum yfir með glæsilegri troðslu eftir að hafa stolið boltanum af Njarðvíkingnum Guðmundi Jónssyni.
Þá fór í hönd æsispennandi kafli þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna, en svo sigu Njarðvíkinga aftur framúr og náðu 5 stiga forystu, 75-85 þegar 4 mín voru eftir af leiknum.
Keflvíkingar voru hins vegar ekki tilbúnir til að játa sig sigraða og komust yfir á ný með miklu harðfylgi, þar á meðal góðri 3ja stiga körfu frá Sverri Þór og glæsilegu gegnumbroti Anthony Glover. Staðan 85-83 og 1:30 eftir af leiknum. Stemmningin á þéttsetnum pöllunum var rafmögnuð þar sem áhorfendur létu vel í sér heyra.
Þá var komið að þætti Brentons nokkurs Birmingham sem setti risastórt skot langt fyrir utan 3ja stiga línuna og sneri taflinu við. Matt Sayman bætti tveimur stigum við úr vítum og breytti stöðunni í 85-88 þegar 10 sek voru eftir. Keflvíkingar fengu færi á að jafna leikinn undir lokin en 3ja stiga skot Magnúsar geigaði, eins og reyndar öll 7 skot hans utan við línuna í kvöld.
Njarðvíkingar fögnuðu sigri í Sláturhúsinu í annað skiptið á þessari leiktíð og var það ekki síst að þakka Anthony Lackey, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína síðan hann kom til liðsins fyrir um 2 mánuðum. Lackey sýndi svo sannarlega hvað í honum bjó með því að setja 30 stig, 7 þriggja stiga körfur, taka 13 fráköst og stela fjórum boltum, en hann var efstur í sínu liði í öllum þessum þáttum. Þá er vert að geta frammistöðu Egils Jónassonar, en þessi ungi og stórefnilegi miðherji skoraði 8 stig og varði heil 6 skot í leiknum, og Brentons Birmingham sem skoraði 20 stig og gaf 12 stoðsendingar.
Hjá heimamönnum var Glover algjör yfirburðamaður með 32 stig og 10 fráköst, en Bradford var með 19 stig og 13 fráköst.
„Við vorum að leika frekar illa fannst mér ef við hefðum verið aðeins skynsamari í þessum leik hefðum við unnið en við gerðum ekki að sem til þurfti í sókninni,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, í leikslok. „Við vorum of bráðir á okkur og áttum í basli með að skora. En það er okur sjálfum að kenna og við verðum að taka því. Við vorum bara ekki nógu einbeittir í þessum leik.“
Einar Árni Jóhannsson hjá Njarðvík var öllu kátari eftir að hafa fagnað innilega í klefanum með sínum mönnum. „Það var frábært að vinna en mér fannst við spila alveg fantavel hérna í kvöld.“ Aðspurður sagðist hann vonast til að lægðin sem þeir lentu í eftir frábæra byrjun á tímabilinu væri nú afstaðin en það væri þó gott að hún hafi lent fyrir áramót en ekki í stóru leikjunum sem eru framundan. „Við ætlum að taka allar þrjár dollurnar sem eru í boði. Það er ekki spurning!“
Útlitið er ansi bjart fyrir Njarðvíkinga í Bikarnum því að ekkert af „stóru“ liðum deildarinnar er meðal hinna þriggja liðanna í undanúrslitunum og er ansi blóðugt að bæði Keflavík og Snæfell skuli hafa fallið út svo snemma.
Njarðvíkingar þurfa þó að halda einbeitingunni því að lið eins og Fjölnir og Hamar/Selfoss hafa átt góða spretti í vetur og geta reynst skeinuhætt.
Lokatölur voru 85-88 fyrir Njarðvík eftir æsispennandi lokafjórðung.
Leikurinn var afar jafn til að byrja með en Anthony Lackey kom inn með látum og skoraði heil 17 stig í leikhlutanum, þar af fjórar 3ja stiga körfur, og sá til þess að þeir héldu naumu forskoti. Egill Jónasson jók muninn í 25-31 undir lok leikhlutans sem var hraður og skemmtilegur á að horfa.
Liðunum gekk illa að finna körfuna utan af velli í upphafi annars leikhluta en skiptust á að setja vítaskot þar til Elentínus Margeirsson minnkaði muninn í tvö stig, 30-32 þegar rúmar tvær mínútur voru liðnar.
Um svipað leyti fékk Friðrik Stefánsson sína 3. villu og varð að sitja lengst af á bekknum það sem eftir lifði leiks.
Anthony Glover nýtti sér fjarveru Friðriks undir körfunni og hélt sínum mönnum innan seilingar en munurinn í leikhlutanum var lengst af um tvö eða þrjú stig. Jón Norðdal minnkaði muninn í eitt stig undir lokin en Brenton Birmingham setti tvö víti áður en flautað var til hálfleiks, staðan 48-51.
Glover og Nick Bradford höfðu dregið vagninn fyrir Keflvíkinga í fyrri hálfleiknum, en aðrir lykilmenn voru langt frá sínu besta, sérstaklega í sókninni.
Það virtist þó ætla að breytast í upphafi seinni hálfleiks þegar heimamenn skoruðu fyrstu 8 stigin þar sem Sverrir Þór Sverrisson átti góða innkomu og skoraði 4 stig og var sterkur í vörninni.
Keflavík hafði náð 5 stiga forskoti þegar Lackey reif sína menn aftur upp og jafnaði leikinn með enn einni þriggja stiga körfunni og annarri utan af velli. Við það var sem allur vindur væri úr Keflvíkingum í sókninni og Njarðvíkingar sigldu framúr þrátt fyrir að Friðrik fengi sína fjórðu villu á þeim tíma.
Munurinn var kominn upp í 10 stig, 60-70, þegar heimamenn ranka loks við sér og skora sjö stig á síðustu 2 mínútum leikhlutans án þess að Njarðvíkingar nái að svara.
Glover minnkaði muninn niður í 1 stig, 69-70, með fyrstu körfu lokafjórðungsins og Jón Norðdal Bætti um betur þegar hann kom sínum mönnum yfir með glæsilegri troðslu eftir að hafa stolið boltanum af Njarðvíkingnum Guðmundi Jónssyni.
Þá fór í hönd æsispennandi kafli þar sem liðin skiptust á að hafa forystuna, en svo sigu Njarðvíkinga aftur framúr og náðu 5 stiga forystu, 75-85 þegar 4 mín voru eftir af leiknum.
Keflvíkingar voru hins vegar ekki tilbúnir til að játa sig sigraða og komust yfir á ný með miklu harðfylgi, þar á meðal góðri 3ja stiga körfu frá Sverri Þór og glæsilegu gegnumbroti Anthony Glover. Staðan 85-83 og 1:30 eftir af leiknum. Stemmningin á þéttsetnum pöllunum var rafmögnuð þar sem áhorfendur létu vel í sér heyra.
Þá var komið að þætti Brentons nokkurs Birmingham sem setti risastórt skot langt fyrir utan 3ja stiga línuna og sneri taflinu við. Matt Sayman bætti tveimur stigum við úr vítum og breytti stöðunni í 85-88 þegar 10 sek voru eftir. Keflvíkingar fengu færi á að jafna leikinn undir lokin en 3ja stiga skot Magnúsar geigaði, eins og reyndar öll 7 skot hans utan við línuna í kvöld.
Njarðvíkingar fögnuðu sigri í Sláturhúsinu í annað skiptið á þessari leiktíð og var það ekki síst að þakka Anthony Lackey, sem hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir frammistöðu sína síðan hann kom til liðsins fyrir um 2 mánuðum. Lackey sýndi svo sannarlega hvað í honum bjó með því að setja 30 stig, 7 þriggja stiga körfur, taka 13 fráköst og stela fjórum boltum, en hann var efstur í sínu liði í öllum þessum þáttum. Þá er vert að geta frammistöðu Egils Jónassonar, en þessi ungi og stórefnilegi miðherji skoraði 8 stig og varði heil 6 skot í leiknum, og Brentons Birmingham sem skoraði 20 stig og gaf 12 stoðsendingar.
Hjá heimamönnum var Glover algjör yfirburðamaður með 32 stig og 10 fráköst, en Bradford var með 19 stig og 13 fráköst.
„Við vorum að leika frekar illa fannst mér ef við hefðum verið aðeins skynsamari í þessum leik hefðum við unnið en við gerðum ekki að sem til þurfti í sókninni,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálfari Keflvíkinga, í leikslok. „Við vorum of bráðir á okkur og áttum í basli með að skora. En það er okur sjálfum að kenna og við verðum að taka því. Við vorum bara ekki nógu einbeittir í þessum leik.“
Einar Árni Jóhannsson hjá Njarðvík var öllu kátari eftir að hafa fagnað innilega í klefanum með sínum mönnum. „Það var frábært að vinna en mér fannst við spila alveg fantavel hérna í kvöld.“ Aðspurður sagðist hann vonast til að lægðin sem þeir lentu í eftir frábæra byrjun á tímabilinu væri nú afstaðin en það væri þó gott að hún hafi lent fyrir áramót en ekki í stóru leikjunum sem eru framundan. „Við ætlum að taka allar þrjár dollurnar sem eru í boði. Það er ekki spurning!“
Útlitið er ansi bjart fyrir Njarðvíkinga í Bikarnum því að ekkert af „stóru“ liðum deildarinnar er meðal hinna þriggja liðanna í undanúrslitunum og er ansi blóðugt að bæði Keflavík og Snæfell skuli hafa fallið út svo snemma.
Njarðvíkingar þurfa þó að halda einbeitingunni því að lið eins og Fjölnir og Hamar/Selfoss hafa átt góða spretti í vetur og geta reynst skeinuhætt.