Lackey kominn til landsins
Anthony Lackey nýji bandaríski leikmaðurinn í röðum Njarðvíkinga lenti í morgun eftir langt flug frá Los Angeles samkvæmt heimasíðu UMFN.
Lackey sem fenginn var til liðsins til að fylla skarð Troy Wiley mun leika með Njarðvíkingum í kvöld gegn Skallagrími í Borgarnesi. Njarðvíkingar eru í efsta sæti Intersportdeildarinnar en Skallagrímur er í 4. sæti og því má búast við hörkuleik í kvöld.
Lackey sem fenginn var til liðsins til að fylla skarð Troy Wiley mun leika með Njarðvíkingum í kvöld gegn Skallagrími í Borgarnesi. Njarðvíkingar eru í efsta sæti Intersportdeildarinnar en Skallagrímur er í 4. sæti og því má búast við hörkuleik í kvöld.