Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kynning á MMA í Grindavík í dag
Þriðjudagur 24. maí 2011 kl. 11:30

Kynning á MMA í Grindavík í dag

- Helgi Rafn Guðmundsson segir íþróttina ört vaxandi

 

Bardagakappinn Helgi Rafn Guðmundsson hefur síðustu ár fengist við þjálfun, aðallega hjá Taekwondo deild Keflavíkur. Helgi sem er 25 ára byrjaði í bardagaíþróttum fyrir rúmum 10 árum síðan og hann hefur komið nálægt þeim flestum, karate, Kung fu, íslenska glímu, hnefaleika, sparkhnefaleika, Muay thai, MMA, júdó og Brazilian jiu jitsu en lengst af hefur Helgi verið í Taekwondo og keppt fyrir hönd Íslands.

Í dag klukkan ætlar Helgi að standa fyrir æfingu í MMA (blandaðar bardagaíþróttir) í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 17:30. Æfingin er fyrir stráka og stelpur og það er 13 ára aldurstakmark. Senda þarf póst á [email protected] til að skrá sig á æfinguna. Helgi ætlar sér að kanna áhugan fyrir iðkun á MMA en íþróttin hefur notið ört vaxandi vinsælda hérlendis en í þessari ungu íþrótt er blandað saman tækni úr helstu bardagalistum og mætti helst líkja MMA reglunum við blöndu af reglum úr boxi, Taekwondo og júdó. MMA er talin vera mest ört vaxandi íþrótt í heimi og er orðin mjög vinsæl áhorfsíþrótt í sjónvarpi. Íþróttin er stunduð á nokkrum stöðum á Íslandi og er mjög vinsæl

Helga finnst áhuginn fyrir MMA vera mikill, sérstaklega síðustu 2 ár. „Það eru margir sem hafa talað við mig um að þeim langi til að æfa og það eru ótrúlega margir sem fylgjast með sportinu í sjónvarpinu. Síðan er almennur áhugi fyrir bardagaíþróttum hérna á Suðurnesjunum mikill. Í Vogunum er júdó, í Grindavík er júdó og Taekwondo og í Reykjanesbæ er Taekwondo, júdó, Brazilian jiu jitsu og hnefaleikar. Hér er því frábært úrval fyrir þá sem hafa áhuga á MMA eða bardagaíþróttum almennt. Ég er að athuga áhugann fyrir þessari íþrótt á Suðurnesjunum og ætla að byrja hérna í Grindavík,“ segir Helgi Rafn. Helgi hefur verið að kenna taekwondo ásamt konu sinni, Rut Sigurðardóttir í Grindavík síðan 2006. Auk þess eru þau með Taekwondo og Brazilian jiu jitsu í Reykjanesbæ.

Í Reykjanesbæ eru svo fullt af æfingum í sumar t.d. í júdó, Brazilian jiu jitsu og Taekwondo. Frekari upplýsingar á www.bjjudo.com
Það verður Taekwondo sumarnámskeið fyrir börn frá 14-29. júní. Auk þess verða æfingar fyrir fullorðna út júní. Upplýsingar um þetta má nálgast á www.keflavik.is/taekwondo

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

[email protected]