Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kylfingurinn Siggi Jóns sjóðheitur í Leirunni
Miðvikudagur 18. ágúst 2010 kl. 22:34

Kylfingurinn Siggi Jóns sjóðheitur í Leirunni

Kylfingurinn Sigurður Jónsson, úr Golfklúbbi Suðurnesja, var svo sannarlega heitur þegar hann lék í þriðjudagsmóti hjá GS í gær. Hann lék hringinn á 63 höggum eða níu höggum undir pari og var aðeins einu höggi frá því að jafna vallarmetið af gulum teigum sem er í eigu Arnar Ævars Hjartasonar úr GS frá því í fyrra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Hringurinn var svo sannarlega frábær hjá Sigurði því hann tapaði ekki höggi og var kominn fjórum höggum undir par eftir níu holur. Hann tók væna rispu á lokaholunum og lék síðustu fimm holurnar á fimm höggum undir pari. Fyrir hringinn fékk Sigurður alls 46 punkta og mun því lækka forgjöfina nokkuð.

Örn Ævar varð í öðru sæti, sex höggum og eftir Sigurði. Ævar Pétursson og Guðmundur Rúnar Hallgrímsson deildu þriðja sætinu á 70 höggum eða tveimur höggum undir pari. Hér að neðan má sjá skorkortið hjá Sigurði sem er svo sannarlega glæsilegt.