Kylfingur.is: Vinnur að námskrá fyrir golfkennara
Arnar Már Ólafsson golfkennari, sem hefur verið yfirþjálfari hjá elsta golfklúbbi Þýskalands, Wannsee í Berlín, frá því 2003, er þessa dagana að vinna að námskrá á vegum GSÍ og IPGA fyrir golfkennara/þjálfara í samræmi við þjálfarastiga ÍSÍ. Hann hefur verið golfkennari í Þýskalandi síðustu níu árin. Var hjá þýska golfklúbbnum Gutduneburg áður en hann færði sig yfir til Berlínar 2003. Hann ætti því að getað miðlað Íslendingum af reynslu sinni í Þýskalandi.