Kylfingur.is: Sigurpáll vann í Leirunni
Sigurpáll Geir Sveinsson sigraði á Icelandairmótinu á Hólmsvelli í Leiru í dag. Hann lék hringinn á 71 höggi, eða einu höggi undir pari og lauk leik á 6 höggum undir pari vallar. Ólafur Már Sigurðsson úr GR var einu höggi á eftir. Það var mikil dramatík á lokahringum. Sigurpáll átti eitt högg á Ólaf fyrir hringinn, en Ólafur jafnaði nokkrum sinnum á hringum, en Sigurpáll tapaði þó aldrei forystunni og sýndi mikinn styrk á lokaholunum. Þeir fengu báðir par á 17. holu og fugl á 18. holunni.
Lesa meira…
Lesa meira…