Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kylfingur.is: Draumahöggin komin í 17
Miðvikudagur 21. júní 2006 kl. 15:23

Kylfingur.is: Draumahöggin komin í 17

Það sem af er golfvertíðinni 2006 hafa 17 manns tilkynnt til GSÍ um að hafa farið holu í höggi. Er það heldur færri en á sama tíma undanfarin ár. Sjálfsagt eru einhverjir fleiri, en þeir sem eru ekki á þessum lista hér fyrir neðan, en hafa náð draumahögginu, hafa einfaldlega ekki tilkynnt það til GSÍ og fengið það samþykkt af stjórn Einherjaklúbbsins. Á meðan að svo er ekki er afrekið ekki skráð.

Suðurnesjamaðurinn, Sæmundur Hinriksson, fór holu í höggi á Ventura vellinum í Flórída þann 17. maí s.l. Félagi hans Róbert Svavarsson fór holu í höggi í árlegri golfferð GS félaga til Englands.

VF-mynd/ Þorsteinn Erlingsson: Róbert bendir á boltann í holu á 4. braut í Foxhills í London.

Lesa nánar á Kylfingur.is
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024