Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvíði ekki framhaldinu
Föstudagur 25. maí 2007 kl. 15:31

Kvíði ekki framhaldinu

Hallgrímur Jónasson, hinn eiturharði varnarmaður Keflvíkinga, var ósáttur í leikslok eftir 2-2 jafntefli gegn Breiðablik í gærkvöldi.

 

„Við komum hingað til að sigra en útkoman er jafntefli og ég er ekki kátur með þau úrslit. Við lögðum upp með ákveðna spilamennsku en einhvern veginn náum við ekki að framfylgja því sem lagt var fyrir. Við vorum ekki að nýta nokkur góð færi, m.a. ég sjálfur, en við verðum að fara að klára þessi færi svo við getum unnið þessa jöfnu leiki,“ sagði Hallgrímur sem hefur leikið mjög vel fyrir Keflavíkurliðið í upphafi leiktíðar.

 

„Við ætluðum okkur klárlega sigur í þessum leik ein eins og ég segi, þá þarf að klára færin. Ég verð nú að segja að það er meira spunnið í þetta Breiðablikslið en margur heldur,“ sagði Hallgrímur og sagði að framhaldið lofaði góðu. „Við eigum töluvert inni úr þessum leik og verðum að gíra okkur upp fyrir næsta leik. Við erum með gott lið, þetta er ungur hópur sem getur unnið hvaða lið sem er og ég kvíði ekki næsta leik.“ Hallgrímur rauk að því loknu til búningsherbergja þar sem Kristján þjálfari vildi tala við sína menn eftir leik. Hallgrímur, sem er 21. árs gamall, kemur eflaust til með að leika í stöðu vinstri bakvarðar þegar Kenneth Gustavsson verður heill heilsu en kappinn hefur sýnt það og sannað að hann getur leyst miðvarðarstöðuna með sóma.

 

Keflavík tekur á móti nýliðum HK á heimavelli á mánudag en eftir þriðju umferðina situr liðið í 4.-6. sæti með 4 stig, fimm stigum á eftir FH á toppi deildarinnar.

 

VF-mynd/ Hilmir Heiðar Lundevik - [email protected] - Hallgrímur fékk slæma byltu í leiknum í gær og hér sést hann á flugi en var fljótur upp aftur og kláraði leikinn.

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024