Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennasveit GS Íslandsmeistari öldunga
Mánudagur 28. ágúst 2006 kl. 11:36

Kvennasveit GS Íslandsmeistari öldunga

Kvennasveit GS tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í sveitakeppninni öldunga á Strandarvelli á Hellu sl. laugardag. GS vann GK í úrslitaleik, 2-1. NK sigraði GR í leik um þriðja sætið, 2,5-0,5. GO vann GKJ, 2-1,  í leik um 5. sætið og GKG vann GA, 2-1,  í leik um sjöunda sætið.

Úrslitaleikur:
GK - GS 1-2
Fjórmenningur:
Björk Ingvarsdóttir og Sigrún Ragnarsdóttir unnu Bjargey Einarsdóttur og Ólafíu Sigurbergsdóttur 3/4   
Tvímenningur:
Erla Adolfsdóttir tapaði fyrir Magdalenu Þórisdóttur 1/0
Kristín Pálsdóttir tapaði fyrir Ingibjörgu  Bjarnadóttur 4/3

Leikur um 3. sætið:
GR -  NK 0,5-2,5
Fjórmenningur:
Jóhanna Bárðardóttir  og Aðalheiður Jörgensen gerðu jafntefli við Halldóru Axelsdóttur og Björg Viggósdóttur   
Tvímenningur:
Sigríður Mathiesen tapaði fyrir Jóhönnu Ingólfsdóttur  5/4
Margrét Geirsdóttir tapaði fyrir Ágústu Dúu Jónsdóttur 4/2

 

VF-mynd/ kylfingur.is - frá Strandarvelli

www.kylfingur.is


 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024