Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennaliðin öll með heimaleiki í kvöld
Miðvikudagur 1. desember 2004 kl. 12:26

Kvennaliðin öll með heimaleiki í kvöld

Kvennalið Njarðvíkur, Grindavíkur og Keflavíkur eiga öll heimaleiki í 1. deild kvennakörfunnar í kvöld. Leikirnir hefjast kl. 19:15 og eru Suðurnesjamenn hvattir til þess að fjölmenna á leikina og fylgjast með stelpunum.

Í Grindavík taka heimasæturnar á móti Haukum sem hafa verið í góðum gír í undanförnum leikjum þrátt fyrir stórt tap gegn Keflavík í síðasta deildarleik.

Ljónagryfjan er sterkur heimavöllur og á örugglega eftir að reynast Njarðvíkurstúlkum vel í kvöld þegar þær taka á móti KR.

Stúdínur heimsækja Sláturhúsið í kvöld og þær mega spila vel ætli þær sér að ná í stig hjá Íslandsmeisturum Keflavíkur sem eru á gríðarlegri siglingu þessa dagana.

Staðan í deildinni
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024