Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennalið Njarðvíkur hugar að næstu leiktíð
Þriðjudagur 13. maí 2008 kl. 13:22

Kvennalið Njarðvíkur hugar að næstu leiktíð

Þrír leikmenn kvennaliðs Njarðvíkur í körfuknattleik gerðu í gærkvöldi tveggja ára samning við félagið en það eru þær Sæunn Sæmundsdóttir, Anna María Ævarsdóttir og Sigurlaug Rúna Guðmundsdóttir en allir þessir þrír leikmenn voru á meðal fremstu leikmanna Njarðvíkurliðsins í 1. deild kvenna í vetur.
 
Þess má geta að Unndór Sigurðsson þjálfar liðið eins og á síðasta tímabili. Á næstu dögum verður svo gengið frá samningum við yngri leikmenn liðsins en 10.flokkur kvenna varð á dögunum Íslandsmeistari og hafa stelpurnar þar leikið stórt hlutverk með mfl kvenna í vetur. 
 
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024