Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Laugardagur 29. maí 2004 kl. 10:59

Kvennalið Íslands tapar gegn Englandi

Íslenska kvennalandsliðið í körfuknattleik tapaði fyrir því enska í vináttulandsleik sem fór fram í Keflavík í gærkvöldi. Lokatölur í leiknum voru 77-101, en þær ensku höfðu örugga forystu nær allan leikinn.

Erla Þorsteinsdóttir var stigahæst Íslendinga með 22 stig líkt og Hildur Sigurðardóttir.

Næsti leikur liðanna fer fram í Grindavík í dag og hefst kl. 17.

Hér má sjá tölfræði leiksins

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024