ReykjanesOptikk
ReykjanesOptikk

Íþróttir

Kvennakarfan: Tap hjá Keflavík
Miðvikudagur 21. október 2009 kl. 13:15

Kvennakarfan: Tap hjá Keflavík


Keflavíkurstúlkur töpuðu gegn Val þegar liðin mættust í gærkvöldi í Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik. Leikurinn fór fram í Vodafonehöllinni. Valstúlkur höfðu undirtökin allan fyrri hálfleikinn og voru með 14 stiga forystu í hálfleik, 39-25.
Keflavíkurliðið var mun betra í seinni hálffleik, náði góðum spretti í þriðja leikhluta þar sem það skoraði 26 stig á móti 19 stigum Vals. Fjórði leikhlutinn var meira í járnum en Keflvík náði ekki að fylgja eftir þessum góða leikkafla í þriðja fjórðungi. Lokatölur leiksins urðu því 79-75 Valsstúlkum í vil.
Viola Beybeyah var öflug í liði Keflavíkur með 29 stig og 12 fráköst.

Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Optical Studio 15, 18, 20, 22, 25, 27, 29. ágúst 1-6 sept karl
Reykjanes Optikk ljósan25
Reykjanes Optikk ljósan25