Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennakarfan: Sigur hjá Keflavík, tap í Grindavík
Fimmtudagur 22. janúar 2009 kl. 08:47

Kvennakarfan: Sigur hjá Keflavík, tap í Grindavík

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Grindavík beið ósigur gegn Snæfelli í leik liðanna sem fór fram í Grindavík í gærkvöld í Iceland Express deild kvenna. Úrslit leiksins urðu 68:91 eftir að staðan í hálfleik hafði verið 33-41. Þetta er annar sigur Snæfells og er óhætt að segja að hann hafi verið óvæntur því Grindavíkurliðið hefur verið metið eitt af betri liðum deildarinnar en ekki náð að sýna það í síðustu leikjum. Helga Hallgrímsdóttir skoraði 18 stig fyrir Grindavík en hún var atkvæðamikil í fyrri hálfleik en þá skoraði hún 14 stig.Jovana Stefánsdóttir og Íris Sverrisdóttir skoruðu 13 stig hvor og Petrúnella Skúladóttir var með 9 stig.

Valur og Keflavík áttust við í Vodafonehöllinni og lauk leiknum með sigri Keflavíkurstúlkna 80:74. Sigur Keflavíkur virkaði aldrei í hættu en Íslandsmeistararnir voru með forystu allan leikinn. Birna Ingibjörg Valgarðsdóttir skoraði 18 stig fyrir Keflavík, þær Ingibjörg Vilbergsdóttir og Rannveig Randversdóttir voru með 14 stig hvor, Pálína Gunnlaugsdóttir 13 stig. Það vakti athygli að Signý Hermannsdóttir, Valskona tók alls 27 fráköst í leiknum sem mun vera með í kvennaboltanum.

VF-mynd/pket: Keflavíkurstúlkur sigruðu örugglega Val en Grindavík tapaði óvænt fyrir Snæfelli á heimavelli.