Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennakarfan: Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum
Miðvikudagur 6. desember 2006 kl. 21:46

Kvennakarfan: Sigrar hjá Suðurnesjaliðunum

Keflavíkurstúlkur unnu sannfærandi sigur á ÍS í leik liðanna í Iceland Expressdeild kvenna í kvöld, 91-67.

Staðan í hálfleik var 52-39, en Stúdínur áttu sér ekki viðreisnar von í seinni hálfleik. Bryndís Guðmundsdóttir átti stórleik og gerði 28 stig og tók 15 fráksöt. Stalla hennar, María Ben Erlingsdóttir, kom henni næst með 23 stig og þá Keshja Watson og Svava Ósk Stefánsdóttir með 13 stig.

Njarðvíkingurinn Helga Jónasdóttir var stigahæst ÍS-kvenna með 15 stig.

Í hinum leik kvöldsins unnu Grindavíkurstúlkur næsta auðveldan sigur á botnliði Breiðabliks, 88-67, þar sem Tamara Bowie fór hamförum og var með 39 stig og 15 fráköst.

Keflavík og Haukar eru efst og jöfn í deildinni en Haukar eiga leik til góða. Grindavík er fjórum stigum á eftir toppliðunum.

 

Staðan í deildinni og tölfræði

 

VF-mynd/Þorgils

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024