Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennakarfan í dag: Njarðvík deildarmeistari í 1. deild!
Njarðvíkurstúlkur og þjálfarar með bikarinn í Ljónagryfjunni í dag. -mynd: karfan.is
Laugardagur 21. mars 2015 kl. 20:30

Kvennakarfan í dag: Njarðvík deildarmeistari í 1. deild!

Grindvískur sigur í Vesturbænum - Keflavík steinlá í Stykkishólmi

Njarðvíkurstúlkur voru í dag krýndar deildarmeistarar í 1. deild kvenna eftir öruggan sigur á liði Þórs frá Akureyri, 78-49.

Lið Njarðvíkur var búið að tryggja sér titilinn fyrir leik en liðið hefur haft nokkra yfirburði í deildinni í vetur og er vel að titlinum komið. Það er því ljóst að þrjú Suðurnesjalið munu spila í deild þeirra bestu að ári.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Viðtal við Andreu Ólafsdóttur, eins helsta burðaráss Njarðvíkurstúlkna, má finna hér en það er karfan.is sem tók viðtalið eftir leikinn í dag.

Í úrvalsdeild kvenna má segja að Keflavíkurstúlkur hafi misst endanlega af tækifærinu til að vinna deildarmeistaratitilinn þegar liðið tapaði stórt fyrir toppliði Snæfells í Stykkishólmi, 86-66.

Sara Rún Hinriksdóttir var atkvæðamest hjá Keflavík með 18 stig og þær Birna Valgarðsdóttir og Bryndís Guðmundsdóttir skoruðu 10 stig hvor.

Grindavíkurstúlkur lögðu KR í háspennuslag í DHL höllinni, 57-59. Grindvíkingar tóku þar með stórt skref í áttinni að úrslitakeppninni og eru nú fjórum stigum á undan liði Hauka.

Kristina King bar af í liði Grindavíkur með 23 stig og þá skoraði Petrúnella Skúladóttir 7 stig.