Kvennakarfan hefst í kvöld
Iceland Express deild kvenna í körfuknattleik hefst í kvöld með viðureign Keflavíkur og ÍS en leikurinn fer fram í íþróttahúsi Kennaraháskólans og hefst kl. 19:00.
Keflavíkurstúlkur eiga Íslandsmeistaratitil að verja en Stúdínur eru með sterkan heimavöll og því getur allt gerst í kvöld. Á blaðamannafundi KKÍ í dag var Keflavíkurstúlkum spáð Íslandsmeistaratitlinum og Grindvíkingum spáð öðru sætinu.
Spáin:
Keflavík
Grindavík
Haukar
ÍS
Breiðablik
KR
Víkurfréttir náðu tali af Birnu Valgarðsdóttur, leikmanni Keflavíkur, en hún er í toppformi og bíður spennt eftir fyrsta leik. „Veturinn leggst vel í mig og hann verður án efa spennandi, ég tel að Haukakonur verði frekar erfiðar í vetur og Grindavík gæti komið nokkuð á óvart,“ sagði Birna sem stödd var á blaðamannafundi KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík.
Keflavíkurstúlkur eiga Íslandsmeistaratitil að verja en Stúdínur eru með sterkan heimavöll og því getur allt gerst í kvöld. Á blaðamannafundi KKÍ í dag var Keflavíkurstúlkum spáð Íslandsmeistaratitlinum og Grindvíkingum spáð öðru sætinu.
Spáin:
Keflavík
Grindavík
Haukar
ÍS
Breiðablik
KR
Víkurfréttir náðu tali af Birnu Valgarðsdóttur, leikmanni Keflavíkur, en hún er í toppformi og bíður spennt eftir fyrsta leik. „Veturinn leggst vel í mig og hann verður án efa spennandi, ég tel að Haukakonur verði frekar erfiðar í vetur og Grindavík gæti komið nokkuð á óvart,“ sagði Birna sem stödd var á blaðamannafundi KKÍ á Grand Hótel í Reykjavík.