Kvennakarfan: Grindavík úr leik
Úrvalsdeildarlið Grindavíkur í körfuknattleik kvenna er úr leik í undanúrslitunum eftir tap gegn KR í gær, 77 – 57. Liðin mættust í oddaleik eftir góðan sigur Grindavíkurliðsins á dögunum en neistann, sem þá einkenndi leik Grindvíkur, vantaði í gær. Jovana Lilja Stefánsdóttir var stigahæst í liði Grindavíkur með 10 stig.
----
Mynd/www.karfan.is – Úr leik Grindavíkur og KR. Lilja Ósk Sigmarsdóttir sækir að körfunni.