Kvennahlaupið vel sótt að venju
Kvennahlaupið fór fram í blíðskaparveðri í 23. sinn á laugardaginn og að venju mætti fjöldi vaskra kvenna. Í Reykjanesbæ var þátttaka mjög góð og í Grindavík mættu um 100 konur á öllum aldri. Að venju fengu allir verðlaunapening og allir skemmtu sér vel enda lítið annað hægt á svona fallegum degi.
Myndir: Andri Berg Ágústsson
Þessar Grindavíkurstúlkur voru hressar.