Kvennahlaupið er í dag
Hið árlega Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ fer fram í dag, laugardaginn 19. júní. Í gær höfðu vel yfir 400 konur skráð sig í hlaupið í Reykjanesbæ þannig að búast má við góðri þátttöku þrátt fyrir smá rigningarúða. Hlaupið verður í öllum byggðalögum Suðurnesja. Hver og einn ræður hvort hann hleypur, skokkar eða gengur.
Í Reykjanesbæ verður hlaupið frá sundmiðstöðinni kl. 11. Valið stendur um þrár vegalengdir; 2km, 3,5km eða 7km.
Í Vogum verður hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11. Þar verða tvær vegalengdir í boði, 2 og 3km.
Í Grindavík verður hlaupið frá sundmiðstöðinni á sama tíma. Þar verða tvær vegalengdir í boði, 5 og 7km.
Í Sandgerði verður hlaupið frá íþróttamiðstöðinni kl. 11. Hægt er að velja um þrjár vegalengdir, 1.5, 3 og 5km.
Í Garði verður hlaupið frá íþróttamiðstöðinni. Þrjár vegalengdir verða í boði, 2, 3.5 og 5km.