Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kvennaboltinn: Stórsigur GRV - Keflvíkingar fallnar
Miðvikudagur 12. ágúst 2009 kl. 10:13

Kvennaboltinn: Stórsigur GRV - Keflvíkingar fallnar

GRV vann stórsigur á Keflavík í grannaslag í Pepsi-deild kvenna í gær, 7-0. Keflvíkingar fékku með  því, endanlega, úr úrvalsdeild og munu leika í 1. deild að ári.

Leikurinn var nokkuð jafn framan af þar sem Anna Þórunn Guðmundsdóttir skoraði eina mark fyrri hálfleiks fyrir GRV. Strax í upphafi seinni hálfleiks opnuðust svo allar flóðgáttir þar sem Elínborg Ingvarsdóttir skoraði fyrsta markið á þriðju mínútu.

Elísabet Sara Emilsdóttir  skoraði þrennu í seinni hálfleiknum, Alma Rut Garðarsdóttir eitt og fyrirliðinn Ágústa Jóna Heiðdal annað.

GRV færðu sig nær öruggu sæti og eru nú í 7. sæti fjórum stigum frá fallsæti þegar þrír leikir eftir, og ættu að geta haldið sínu sæti í deildinni nema eitthvað mikið gerist.

Staðan í deildinni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024