Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Íþróttir

Kveður sem sterkasti heimavöllurinn
Fimmtudagur 28. september 2006 kl. 12:47

Kveður sem sterkasti heimavöllurinn

Njarðvíkurvöllur kveður íslenska deildarkeppni í knattspyrnu sem sterkasti heimavöllurinn á leiktíðinni 2006. Njarðvíkingar sigruðu allar sínar viðureignir í 2. deild á Njarðvíkurvelli og voru þar með eina félagið á landinu til þess að ná þessum árangri. Sannarlega við hæfi þar sem þetta var síðasta knattspyrnusumarið á Njarðvíkurvelli en völlurinn mun fara undir byggingu Nesvalla.

Njarðvíkingar léku níu heimaleiki og sigruðu í þeim öllum í sumar, í síðasta leiknum lögðu þeir granna sína frá Sandgerði 3-0. Fjarðabyggð var í 2. sæti yfir sterkasta heimavöllinn og HK í því þriðja.

Á morgun, föstudag, verður svo formlegur kveðjuleikur Njarðvíkruvallar og hefst hann kl. 18. Þá mun meistaraflokkur Njarðvíkur leika gegn úrvalsliði skipuðu leikmönnum sem gert hafa garðinn frægan með Njarðvik ásamt leikmönnum sem leikið hafa á Njarðvíkurvelli á undanförnum 49 árum. Leikur sem enginn má missa af.

 

Taflan yfir sterkustu heimavellina 2006


Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024