Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Íþróttir

KSÍ greiðir rúmar 16 milljónir til aðildarfélaga
Þriðjudagur 16. janúar 2007 kl. 08:25

KSÍ greiðir rúmar 16 milljónir til aðildarfélaga

Stjórn Knattspyrnusambands Íslands ákvað á fundi sínum 13. janúar síðastliðinn að greiða  rúmar 16 milljónir króna til aðildarfélaga KSÍ, sem gjaldfærist á starfsárið 2006.  Þetta er sjötta árið í röð sem aðildarfélög KSÍ njóta slíks framlags. Endurskoðaður ársreikningur KSÍ liggur ekki fyrir, en ljóst er að rekstur sambandsins gekk vel á síðasta starfsári.

 

Alls munu 56 aðildarfélög KSÍ sem sendu lið til keppni í mótum á vegum KSÍ í yngri aldursflokkum utanhúss 2006 fá framlag frá sambandinu. Félög sem sendu lið til keppni í yngri flokkum beggja kynja fá nú 300 þúsund kr. hvert en hafa í fyrri skipti fengið kr. 200 þúsund kr. Félög sem sendu aðeins lið til keppni í yngri flokkum annars hvors kynsins fá nú 200 þúsund kr. hvert en fengu áður kr. 125 þúsund kr.  

 

Samkvæmt þessu fá 49 félög 300 þúsund kr. og 7 félög 200.000 kr., alls 16.100.000 kr.

 

Njarðvík er eitt félaga á Suðurnesjum sem fær 200.000 kr. en hin knattspyrnufélögin fá 300.000 kr.

 

Félög á Suðurnesjum sem fá 300.000 krónur:

 

Grindavík

Keflavík

Reynir Sandgerði

Víðir

 

Félög á Suðurnesjum sem fá 200.000 krónur:

 

Njarðvík

 

www.ksi.is

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024